Logo

Þessi síða notar vafrakökur

Karfan mín

Eitthvað fór úrskeiðis, gat ekki bætt í körfu

Það er ekki tilviljun að sökklarnir okkar hafa verið svona vinsælir

Þeir henta ekki einungis vel undir hvaða byggingu sem er, sem flýtir mjög fyrir framkvæmdum, heldur gefa þeir húsbyggjendum möguleika á að skapa byggingarsvæðinu umhverfi sem sjaldan sést hér á landi.

Sökklarnir koma tilbúnir

Þar sem sökklarnir koma tilbúnir, þ.e. einangraðir og múraðir, þá er hægt að klára alla jarðvinnu í kringum þá áður en sjálft húsið kemur.

Ekki þarf lengur að vera með opna skurði fulla af drasli úti um allt. Þetta hefur vakið sérstaka eftirtekt þegar byggt er í grónum hverfum þar sem börn eru að leik í nágrenninu.

Af þeirri ástæðu höfum við líka gert ráðstafanir. Engir teinar standa upp úr sökklinum svo slysahætta er í lágmarki ef börn skyldu slæðast of nálægt í leik sínum.

Okkar sérfræðingar aðstoða þig

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu eininga er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.