Logo

Þessi síða notar vafrakökur

Karfan mín

Eitthvað fór úrskeiðis, gat ekki bætt í körfu

Filegran loftaplötur henta í flestar tegundir bygginga.

Plöturnar eru með stálmótaáferð á undirlagi, en hrjúft yfirborð þar sem ásteypulagið kemur.

Filegran loftaplötur eru 6–8 cm þykkar og járnbentar samkvæmt fyrirmælum hönnuðar hverju sinni. Rafmagns- eða halógendósum er komið fyrir, allt eftir óskum viðskiptavinarins.

Forspennt filegran loftaplata býður upp á mikla möguleika í nýtingu rýmis. Með því að forspenna loftaplöturnar er hægt að láta þær spanna meiri haflengdir vegna aukins burðarþols.

Allar filegran loftaplötur eru sérframleiddar eftir teikningum viðskiptavina. Mesta breidd filegran plötu er 2,4 m og lengdir fara eftir spennivíddum.

Kostir þess að nota filegran loftaplötur eru m.a. þeir að byggingartíminn er styttri því ekki er um hefðbundinn plötuuppslátt að ræða. Þar af leiðandi er sáralítil efnisrýrnun móta. Neðra byrði er slétt og því tilbúið til sandspörslunar og allar loftadósir þegar komnar í.

Okkar sérfræðingar aðstoða þig

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu eininga er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.

Minna viðhald

Smellinn er þekkt fyrir mikið úrval viðhaldsfrírra, steinaðra klæðninga. En stundum viljum við hafa hlutina öðruvísi og Smellinn húseiningar henta fyrir allar gerðir húsa sem ætlunin er að klæða með áli, timbri, flísum eða öðrum efnum.