Tækni og rannsóknarstofa
Daglegar prufur og mikið eftirlit með gæðum
BM Vallá starfrækir tvær fullkomnar rannsóknarstofur. Önnur er staðsett við Bíldshöfða og sinnir daglegum prófunum á steypu, hellum og íblendiefni í steypar vörur.
Á rannsókarstofunni í Garðabæ fer fram þróun og rannsóknir á efni og eiginleikum múrvara BM Vallá. Múrefnin eru hönnuð til að þola sérstakelga vel íslenskt verðurfar og er ströngustu stöðlum um ISO vottun þar einnig fylgt eftir.
Starfið í Garðabæ skiptist í framleiðslueftirlit og vöruþróun. Aðstæður á rannsóknastofunni eru samkvæmt gildandi EN stöðlum og prófanir gerðar í samræmi við þá. Framleiðsla á múrefnum, eftirlit með framleiðslu og vöruþróun eru vottuð ferli samkvæmt ISO 9001
Einar Einarsson er framkvæmdastjóri steypuframleiðslu.
Björn Davíð Þorsteinsson er framkvæmdastjóri múrverksmiðju.
Meðal prófanna sem gerðar eru í Norðurhrauni
- Styrkleikamælingar
- Flæðimælingar
- Mælingar á opnunartíma múrefna
- Viðloðunarmælingar
- Vatnsheldnimælingar
- Fjaðurstuðulsmælingar