Logo

Þessi síða notar vafrakökur

Karfan mín

Eitthvað fór úrskeiðis, gat ekki bætt í körfu

RÁÐGJÖF LANDSLAGSARKITEKTS

ATHUGIÐ! Vegna aðstæðna er einungis fjarráðgjöf í boði.

Um útfærslu á vörum frá BM Vallá

Sjá bækling fyrir Umhverfi og garð 2020 hér

 

Við bjóðum upp á landslagsráðgjöf

Björn Jóhannsson landslagsarkitekt gefur góð ráð við útfærslu hugmynda hvort sem skipuleggja þarf nýjan garð eða breyta og bæta gamlan. Ráðgjöfin snýst eingöngu um útfærslur á vörum BM Vallá. Björn er í félagi FÍLA sem er félag íslenskra landslagsarkitekta.

 

Fjarráðgjöfin fer þannig fram

Ráðgjöfin stendur í 45 mínútur og er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Starfsmaður BM Vallá aðstoðar viðskiptavini við að taka til rétt gögn.

Starfsmaður BM Vallá setur upp fund í „Teams calendar“ þar sem hann býður arkitekt@bmvalla.is og viðskiptavininum – þegar öll gögn eru komin í hús.

Ráðgjöfin fer þannig fram að þú/þið og landslagsarkitekt mótið í sameiningu helstu útfærslur og hugmyndir að garðinum eða planinu.

Þú/þið fáið útlitsmynd senda eftir tímann og síðan málsettar teikningar ásamt mjög skemmtilegum þrívíðum sjónarhornum um viku til tíu dögum síðar sem hægt er að framkvæma eftir.

Þar eru hugmyndirnar útfærðar með efnislista, magntölum og verðtilboði í efnið.

Athugaðu að ráðgjöfin snýst eingöngu um útfærslur á vörum BM Vallá. Teikningin er eign BM Vallá þar til verki er lokið.

Til þess að ráðgjöfin nýtist þér sem best er nauðsynlegt að þú undirbúir þig vel.

Hafðu samband á sala@bmvalla.is eða í s. 412-5050 til að bóka fjarráðgjöf landslagsarkitekt okkar.

Panta tíma í landslagsráðgjöf

Nafn
Heimilisfang framkvæmdastaðar
Netfang
Setja inn skjal
Símanúmer
Skilaboð

Svona undirbýrð þú þig fyrir ráðgjöfina

Kynntu þér vel vöruframboð BM Vallá og mótaðu þér skoðun á því hvaða efni frá BM Vallá þér finnst helst koma til greina í garðinum þínum.

Eftirfarandi gögn er nauðsynlegt að þú sendir á arkitekt@bmvalla.is í síðasta lagi 3 dögum fyrir staðfestan tíma.

  • Nýjustu byggingarnefndarteikningar af húsinu, með afstöðumynd og lóðamörkum. Í flestum tilfellum er hægt að hlaða þessum teikningum niður frá vefsíðum bæjarfélaganna.

  • Ljósmyndir (stafrænar) teknar af lóðinni, til og frá húsi (því fleiri því betra).

  • Stuttan lista yfir helstu óskir og hugmyndir.

Hverjir geta nýtt sér landslagsþjónustuna?

Landslagsráðgjöf BM Vallá er hugsuð fyrir alla þá sem ætla að taka til hendinni við lóðaframkvæmdir.

  • Eigendur einbýlis-, rað- og parhúsa.

  • Húsfélög í fjölbýlishúsum.

  • Fyrirtæki og stofnanir sem vilja hressa upp á ímyndina.

  • Byggingaverktaka sem vilja skila vönduðum lóðafrágangi.