Logo

Þessi síða notar vafrakökur

Karfan mín

Eitthvað fór úrskeiðis, gat ekki bætt í körfu

Saga BM VALLÁ

Um Bm Vallá

BM Vallá hefur um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingavörumarkað. Þar er saman komin áratuga þekking og reynsla á framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila.

BM Vallá er í 100% eigu eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.

Hvað er BM Vallá

BM Vallá var stofnað árið 1956 af Benedikti Magnússyni frá Vallá á Kjalarnesi. Forsaga þess er að Benedikt hóf sölu á steypuefni frá Vallá á Kjalarnesi árið 1946 og árið 1952 voru Álfsnesmöl hf. og Steypumöl hf. stofnuð.

BM Vallá og félög sem sameinast hafa fyirtækinu hafa um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í þjónustu við íslenskan byggingamarkað, hvert á sínu sviði. Hér er saman komin áratuga þekking og reynsla í framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila. 

BM Vallá er í eigu Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.

Í dag rekur BM Vallá fjölbreytta starfsemi víða um land en að stærstum hluta fer starfsemin fram í Reykjavík.

Á Bíldshöfða og Breiðhöfða í Reykjavík má segja að höfuðstöðvar fyrirtækisins séu. Þar er starfrækt steypustöð sem þjónar höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Þar er helluverksmiðja fyrirtækisins og einnig smáeiningaframleiðsla sem framleiðir t.d. forsteyptar garðeiningar o.fl.

Söludeild fyrirtækisins er á Breiðhöfða ásamt múrverslun og lager fyrir hellur, garðeiningar og múrvörur.

Á Bíldshöfða er einnig verkstæði fyrirtæksins ásamt tækni- og gæðadeild. Þar er einnig starfrækt mötuneyti sem sér höfuðborgarsvæðinu fyrir mat.

Í Garðabæ er starfrækir BM Vallá múrverksmiðju sem sér um framleiðslu á múrvörum fyrirtækisins og á Akranesi er einingaverksmiðjan Smellinn sem framleiðir Smellinn húseiningar, þar er einnig starfrækt steypustöð.

Á Reyðarfirði er starfrækt steypustöð og einnig er færanleg steypustöð í Búrfelli vegna stækkunar á Búrfellsvirkjun.

Í Þorlákshöfn starfrækir BM Vallá vikurframleiðslu. Vikurinn er að stærstum hluta unninn til útflutnings.

Þá starfrækir BM Vallá söluútibú á Akureyri sem sér um sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins norðan heiða.

Þjónusta og ráðgjöf á breiðum grunni

  • Landslagsarkitekt veitir aðstoð fyrir þitt umhverfi
  • Hönnuðir í húseiningum veita ráðgjöf þegar byggja skal úr einingum
  • Tækni og rannsóknarfólk aðstoðar við eiginleika okkar efna og efnisval
  • Sölumenn veita faglega þjónustu

BM Vallá hefur yfir að ráða stórum steypubílaflota, mörgum steypudælum og notar úrvals hráefni í alla sína framleiðslu.

Framleiðslan er prófuð og fylgir ISO9001 staðli.