Logo

Þessi síða notar vafrakökur

Karfan mín

Eitthvað fór úrskeiðis, gat ekki bætt í körfu

BM Vallá hefur þróað innveggjalausnir sem henta öllum aðstæðum.

Brunaveggir

Forsteyptir brunaveggir eru til þess að aðskilja brunarými. Veggina er hægt að fá í ýmsum þykktum, allt eftir því hvaða brunaþols er krafist og eftir því hvort veggurinn eigi að vera burðarveggur eða ekki. Þessir veggir hafa verið sérlega vinsælir í fjölbýlishúsum. Eins hafa þeir verið sérstaklega vinsælir í húsum með innbyggðum bílskúrum. Þar eru þeir notaðir til að skilja að bílskúr og íbúð. Brunaveggirnir okkar hafa vottun frá Brunamálastofnun Íslands.

Undanfarið hefur notkun á forsteyptum einingum þar sem veðurkápan er úr einhverju öðru en steinsteypu, s.s. múrkerfum, timbri eða álklæðningum, færst mikið í vöxt.

Gerðir og stærðir

BM Vallá hefur yfir að ráða mjög afkastamiklu móti til að steypa þessa gerð veggja. Stærðarmörk þeirra eru 690 cm á lengdina, 350 cm á hæð og þykktir eru 12, 16 og 20 cm. Veggirnir eru steyptir innandyra í einingaverksmiðju okkar á Akranesi við bestu mögulegu aðstæður. Þeir eru hannaðir eins og venjulegir burðarveggir og eru tilbúnir til sandspörslunar þegar búið er að gera við samsteypur. Eftir uppsetningu og samsteypu er soðinn tjörudúkur á öll samskeyti að utanverðu til að hindra með öllu lekahættu.

Okkar sérfræðingar aðstoða þig

Ef óskað er eftir tilboði í framleiðslu einingahúsa er hægt að senda teikningar á sala@bmvalla.is. Allar nánari upplýsingar er hægt að fá hjá söludeild okkar í síma 412 5050.

Íhlutir

Allt raflagnaefni er sett í eininguna, þ.e. dósir og rör, samkvæmt teikningum rafhönnuðar. Sama gildir um aðra íhluti sem hönnuðir óska eftir, eins og t.d. festingar fyrir þak eða plötur.

Kostir

  • Styttri byggingartími
  • Lægri byggingarkostnaður
  • Sveigjanlegt útlit
  • Rofa-, tengla-, veggljósadósir og rafmagnsrör eru komin á sinn stað
  • Innanverðir veggir eru tilbúnir undir sandspörslun